Endurmenntun kennara

Vonandi skýrir þetta mál mitt. Endilega skoðið glæruna sem fylgir með

Endilega skoðið þetta og ath hvort það skýrir hvenær endurmenntun kennara fer fram.

Kennara sem sagt þurfa alltaf að skila 42,86 tímum á starfstíma skóla, 37 vikur á ári. Til viðbótar bætist endurmenntun í flestum tilfellum við .

Endurmenntun er oftast í boði á starfstíma skóla þannig að kennara vinna hana í yfirvinnu til viðbótar kennslu, undirbúningi, úrvinnslu og nemendautanumhald.

Kennari sem sækir endurmenntun á virkum degi frá kl 8-16 þarf að skila þeim degi til viðbótar, það er oftast gert þannig að kennari fær forföll fyrir sig þennan dag og vinnur það af sér með skiptivinnu.

Þetta skapar álag sem margir kennara kannast við.

Hvers vegna kennara flytja endurmenntunina inn á starfstíma skóla er margslungið, t.d liggur í augum uppi að sú endurmenntu sem er í boði er oftast í boði á starfstíma skóla.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

"Hvernig veit ég að ég er til?"

 

Stuttu eftir að litla dóttir mín átti að vera farin að sofa í gærkvöldi,  kom hún trítlandi niður stigann til okkar pabba síns og sagði: "Af hverju er ég til?"

Við svöruðum bæði í kór: " Til þess að gera kraftaverk."

Hún varð hugsi og sagði síðan: "Hvernig veit ég að ég er til?"

Hverju svarar maður þegar stórt er spurt.?

Henni dugaði svarið sem mér datt í hug á þessari stundu.

"Þú þyrftir ekki að pissa nema þú værir til."

Mun þetta svar duga henni í gegnum lífið. Eða verður þetta spurning sem henni verður hugleikin fram eftir aldri.


Þetta er raunveruleiki

Ykkur er vafalaust fullkunnugt um óánægju grunnskólakennara í Reykjavík. Ekkert hefur gengið að leiðrétta laun þeirra til samræmis við sambærilegar starfsstéttir, eins og grein 16.1 í kjarasamningi grunnskólakennara gefur tækifæri til. Þessi staða er óþolandi og hætt við að skólastarf  beri skaða af.

Eftirfarandi áskorun var samþykkt á fundi kennara í Fellaskóla fyrir réttri viku og send til annarra kennara í Reykjavík:

Kennarar í Fellaskóla hafa fengið nóg. Tölurnar frá KOS um meðaldagvinnulaun hjá ríki og Reykjavíkurborg fylltu mælinn. Ætlum við að sitja þegjandi og láta segja okkur að við eigum engar bætur skilið vegna verðbólgu og verðlagsþróunar í landinu?

Í góðri grein í Fréttablaðinu 6. febrúar lýsir Inga Rósa Þórðardóttir kennari réttilega þeirri gremju sem kraumar á kennarastofunum. Tilefnið má öllum ljóst vera, grunnskólakennarar skrapa botninn þegar þeir bera saman laun viðmiðunarstéttanna. Látum ekki þessa gremju beinast  inn á við heldur berum hana út til fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar. Gleymum því ekki að þeir bera ábyrgð í þessu máli.

Kennarar í Fellaskóla ætla að mæta í þögula mótmælastöðu á Lækjartorgi gegnt stjórnarráðinu, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15:00 til að sýna að bak við ályktun okkar varðandi grein 16.1 í kjarasamningnum stendur fólk sem er ekki tilbúið til að kyngja því að Launanefnd sveitarfélaga telji enga ástæðu til að lagfæra kjör kennara eins og gert hefur verið hjá fjöldamörgum öðrum starfsstéttum, svo ekki sé minnst á  æðstu menn þjóðarinnar.

 

 

 


mbl.is Mörg hundruð grunnskólakennara mótmæltu launamisrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kennarar í Fellaskóla hafa fengið nóg"

Í dag tóku kennarar í Fellaskóla sig til og sendu á nokkra kennara í öllum skólum í Reykjavík eftirfarandi áskorun:

"Kennarar í Fellaskóla hafa fengið nóg. Tölurnar frá KOS um meðaldagvinnulaun hjá ríki og Reykjavíkurborg fylltu mælinn. Ætlum við að sitja þegjandi og láta segja okkur að við eigum engar bætur skilið vegna verðbólgu og verðlagsþróunar í landinu?

Í góðri grein í Fréttablaðinu 6. febrúar lýsir Inga Rósa Þórðardóttir kennari réttilega þeirri gremju sem kraumar á kennarastofunum. Tilefnið má öllum ljóst vera, grunnskólakennarar skrapa botninn þegar þeir bera saman laun viðmiðunarstéttanna. Látum ekki þessa gremju beinast inn á við heldur berum hana út til fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar. Gleymum því ekki að þeir bera ábyrgð í þessu máli.

Kennarar í Fellaskóla ætla að mæta í þögula mótmælastöðu á Lækjartorgi gegnt stjórnarráðinu, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15:00 til að sýna að bak við ályktun okkar varðandi grein 16.1 í kjarasamningnum stendur fólk sem er ekki tilbúið til að kyngja því að Launanefnd sveitarfélaga telji enga ástæðu til að lagfæra kjör kennara eins og gert hefur verið hjá fjöldamörgum öðrum starfsstéttum, svo ekki sé minnst á æðstu menn þjóðarinnar.

Við hvetjum alla kennara í Reykjavík til að slást í hópinn og sýna samstöðu.

Barátta okkar er tvíþætt

heiður kennara er í veði

framtíð skólastarfs í hinum íslenska grunnskóla er í verulegri hættu".

 

Ég legg til að allir þeir sem láta sig skólastarf í borginni varða mæti með kennurum á Lækjatorg gengt stjórnarráðinu þriðjudaginn 13. febrúar nk. kl 15:00 og lýsi þannig yfir áhyggjum sínum á þeim starfskjörum sem grunnskólakennurum er boðið upp á.


Leiðindi stærsti glæpur samtímans

Stærsti glæpur samtímans virðist vera leiðindi með þeim rökum er hægt að snúa baki í viðmælendann. Hunsa skoðanir þess sem tala.

"Það er bannað að tala um það sem er leiðilegt"!

"Það er bannað að hafa skoðun sem er leiðileg"!

"Það er bannað að tala ef maður er leiðilegur"!

Þetta eru rök fyrir að mörg þjóðþrifamál eru ekki rædd.

Stéttarbarátta er eitt þessara stóru "leiðilegu mála". Að afgreiða heila stétt sem þusandi og nöldrandi en fyrst og fremst leiðilega.

Ég áset mér þann rétt að vera leiðileg og ef það skilar þeim árangri að þú hlustar á mig þá er árangrinum náð.

Kennara eru langþreyttir á kjarabaráttu sem skilar þeim engu og er afgreidd sem nöldur og tuð að ég tali nú ekki um að þeir séu "leiðilegir".

Kennarar og aðrir hagsmunaaðilar skólakerfisins leyfum okkur að vera leiðileg og tölum um þann vanda sem blasir við í skólakerfinu ef ekkert verður gert til að leiðrétta kjör grunnskólakennara.


Mikið vonleysi ríkir meðal kennara

Alvarleg staða er komin upp í kjaramálum kennara. Kennarar og Launanefnd sveitarfélaga hafa verið í viðræðum um endurskoðunarákvæði í kjarasamningi þeirra en þær hafa engu skilað þó að deilan sé nú hjá sáttasemjara.

Eiríkur Jónsson  formaður Kennarasambands Íslands telur að ástandið gæti orðið alvarlegt í skólunum í haust ef breytingar verða ekki á kjörum kennara. Margir kennarar séu að gefst upp og muni leita í önnur störf verði ekkert að gert. Hann vill fá viðbrögð frá stjórnvöldum og rifjar upp að ríkisstjórnin hafi stöðvað kennaraverkfallið 2004 með lögum. Hann segir stefnu launanefndar sveitarfélaga menntunarfjandsamlega.

 


Einu sinni voru tveir froskar.

Það styttist í kosningar.

Nýjar skoðanakannanir munu streyma til okkar á næstu mánuðum.

Hvaða tilgangi þjóna þessar skoðanakannanir?

Almenningur vill kannski nota þær til þess að spegla sig í þeim. Meta með sér hvort þeir séu í vinningsliðinu eða ekki.

Flestir njóta þess að vinna stórt, geta sagt að þeirra lið sé að vinna.

Það er líka hægt að nota þessar kannanir til þess að meta stöðuna, herða á, þjappa hópnum og taka höndum saman til að vekja þá til umhugsunar sem ekki er þegar búnir að gera upp hug sinn og koma af stað málefnalegri umræðu um stjórnmál.

Annars fer fyrir kjósendum eins og froskunum tveimur sem duttu ofan í rjómafötu fulla af rjóma.

Þeir fundu að þeir soguðust niður í rjómann eins og þeir væru í kviksyndi og gátu ekki neina björg sér veit.

Þá tók annar froskana þá ákvörðun að hætta að busla, það væri hvort sem er ekki til neins. En um leið sökk hann til botns og dó.

Hinn froskurinn var ekki allveg viss um að hann væri tilbúin að sleppa takinu á lífinu með þessum hætti, og hélt þess vegna áfram að sprikla eins og hann lifandi gat.

Hann var svo sem með það á hreinu að hann kæmist ekki upp úr fötunni en, hann var ekki tilbúin að hætta fyrr en á síðasta augnablikinu.

Nokkrum klukkustundum síðar gat hann gengið upp úr rjómafötunni, því að rjóminn var orðin að smjöri eftir allt þetta busl.

 


Hagsmunaaðilar skólakerfisins

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir setur fram spurningu hér á blogginu "Hvað eiga börn að læra í skólum?" Það var einmitt megin þema fundarins sem haldinn var í upphafi þessa árs.

Starfshópur um endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkurborgar boðaði til samráðsfundar skólastjórnenda og annarra hagsmunaaðila fimmtudaginn 4. janúar en helsta hlutverk hópsins er að setja fram tillögur um markmið og áherslur til næstu ára í námi og starfi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og í fullorðinsfræðslu. Nær eitt hundrað manns sóttu fundinn

Hverjir eru svokallaðir hagsmunaaðilar? Foreldrar, kennarar, skólastjórnendur og stjórnmálamenn sátu þennan fund. Þeir eru sem sagt hasmunaaðilar. Það kom reyndar fram að nemendur sjálfir hefðu átt að sitja fundinn og ég veit til þess að það verður gert með öðrum leiðum að leita eftir sjónarmiðum þeirra

Á fundinum kom fram mikill áhugi á að taka þátt í þeirri umræðu sem þarf að vera um skólakerfið. Fólk vill fá að taka þátt í því að móta skólakerfið og koma sínum hugmyndum á framfæri. Þrátt fyrir að skólakerfið sé íhaldsamt í eðli sín, þá er ekki þar með sagt að það sé ekki í stöðugri endurskoðun og endurmati.

 

Ég er sammála Guðfríði Lilju og Jóhanni Björnsyni að spurningin "Hvað eiga börn að læra í skóla" á stöðugt að vera  í endurskoðun.

 


Er KR bara fyrir stráka

Við erum við klípu hér á þessu heimili.

Yngri dóttir mín æfir sund með KR, en heldur með Ármanni. Hún æfir fimleika með Ármanni en heldur með Gerplu.

Talið barst að þessu þegar hún sagðist mjög gjarnan fá félagsgalla í fimleikum. Sem sagt Ármanns galla.

Pabbi hennar benti henni á að hún þyrfti líka KR galla. En svar hennar kom á óvart. "Nei, ég vil alls ekki KR galla ég held ekki með KR."

"En þú æfir sund með KR hélt pabbi hennar áfram, afi þinn yrði nú líka ánægður ef hann vissi að þú ætti orðið KR galla.

Sú stutta var fljót til svars: " Já en pabbi ég held ekki með KR og vil ekki vera KR-ingur. Ég æfi bara með þeim sund og vil halda því áfram því mér finnst gaman að synda."

Hvað gerir mann að félagsmanni í félagasamtökum eða íþróttafélagi?

Er það samkenndin sem skapast við það að vera með fólki sem hefur áhuga á því sama og maður sjálfur. Eða er það miklu flóknara fyrirbæri.

Hvað er það þá sem dóttir mín vill ekki? Hvers vegna tekur hún það ekki í mál að vera KR-ingur? Það þarf kannski að fylgja með að hún er bara 7. ára.

Kannski er það að hún lítur á KR-inga sem stráka/kalla það er ekki mikið um að stelpum sé hampað í KR. Heldur hún kannski að KR sé bara fyrir stráka?

Ég veit ekki hvað fyrir henni vakir en eins og staðan er í dag þá á tíminn einn eftir að leiða það í ljós hvort hún eignist KR-galla.

Hvað um það þá getur verið erfitt að vera lítill og hafa skoðanir á öllum hlutum.


Stelpu mömmur

Dagurinn í dag hefur farið í að sinna börnunum.  Vorum eftir hádegi að horfa á fimleikamót í Gerpluhúsinu. Syni mínum gekk ágætlega og allir voru sáttir.

Þegar átti að fara að slappa af frammi fyrir sjónvarpinu þá kom eldrir dóttir mín og sagði mér að henni væri misboðið vegna þess að vinkonur hennar sem sögðust ekki ætla í sumarskóla í ballet hefðu sent inntöku myndband í dag. Henni hefði ekki verið boðið að vera með í þeirri umsókn. Hún var bæði sár og svekkt.

Þar fór slökunin frammi fyrir sjónvarpinu.

Út úr þessu varð ágætt samtal. Ballet er nefnileg ekki ósvipuð keppnisgreinum, nema ekki er keppt eftir fyrirfram ákveðnum keppnisreglum.  Hér gildir miklu frekar hin harði heimur samkeppnislögmála. Allt slétt og felt á yfirborðinu en undir niðri kraumar hörð og miskunalaus samkeppni.

Ég hef mikið verið að hugsa um hversu mikla ábyrgð við berum, mæður stúlkna sem eru að vaxa úr grasi, hversu mikilvægt það er að gera þeim grein fyrir því að það verður ekki hægt að ná markmiðum sínum og jafnframt ógna ekki neinum á þeirri vegferð.

Hversu mikilvægt það er fyrir okkur að kenna þeim að aðgreina sjálfa sig frá markmiðum sínum, og kenna þeim að þær megi langa til að ná árangri og skara fram úr.

Hversu mikilvægt það er fyrir okkur að kenna þeim að láta ekki tala niður til sín, "já, já lilla mín" skoðanir þeirra eru jafngildar skoðunum annara og þær þurfa ekki alltaf að vera sammála þeim sem virðist vera skynsamar/skynsamur og traustar/traustur.

Ögra gildandi viðhorfum jafnvel innan vinkonuhópsins.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband