Þetta er raunveruleiki

Ykkur er vafalaust fullkunnugt um óánægju grunnskólakennara í Reykjavík. Ekkert hefur gengið að leiðrétta laun þeirra til samræmis við sambærilegar starfsstéttir, eins og grein 16.1 í kjarasamningi grunnskólakennara gefur tækifæri til. Þessi staða er óþolandi og hætt við að skólastarf  beri skaða af.

Eftirfarandi áskorun var samþykkt á fundi kennara í Fellaskóla fyrir réttri viku og send til annarra kennara í Reykjavík:

Kennarar í Fellaskóla hafa fengið nóg. Tölurnar frá KOS um meðaldagvinnulaun hjá ríki og Reykjavíkurborg fylltu mælinn. Ætlum við að sitja þegjandi og láta segja okkur að við eigum engar bætur skilið vegna verðbólgu og verðlagsþróunar í landinu?

Í góðri grein í Fréttablaðinu 6. febrúar lýsir Inga Rósa Þórðardóttir kennari réttilega þeirri gremju sem kraumar á kennarastofunum. Tilefnið má öllum ljóst vera, grunnskólakennarar skrapa botninn þegar þeir bera saman laun viðmiðunarstéttanna. Látum ekki þessa gremju beinast  inn á við heldur berum hana út til fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar. Gleymum því ekki að þeir bera ábyrgð í þessu máli.

Kennarar í Fellaskóla ætla að mæta í þögula mótmælastöðu á Lækjartorgi gegnt stjórnarráðinu, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15:00 til að sýna að bak við ályktun okkar varðandi grein 16.1 í kjarasamningnum stendur fólk sem er ekki tilbúið til að kyngja því að Launanefnd sveitarfélaga telji enga ástæðu til að lagfæra kjör kennara eins og gert hefur verið hjá fjöldamörgum öðrum starfsstéttum, svo ekki sé minnst á  æðstu menn þjóðarinnar.

 

 

 


mbl.is Mörg hundruð grunnskólakennara mótmæltu launamisrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Bara að kvitta fyrir mig og þakka kærlega fyrir innleggið í umræðuna hjá mér.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.2.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband