hvar liggja mörkin

Dag einn þegar ég var búin að ganga frá öllu í eldhúsinu börnin voru sofandi í barnavagni og ég átti stund útaf fyrir mig fór ég út í búð til að kaupa eitthvað með kaffinu.

í búðinni hitti ég gamla frænku.

ég bauð henni í kaffi, vissi sem var að hún átti eftir að fara langa leið heim í strætó.

Um leið og hún steig inn um dyrnar varð henni á orði.

"það er eins gott að hafa ekki allt of fínt þegar maður er með fullt hús af börnum"

ég vissi ekki hvernig ég átti að svara þannig að ég þagði.

Ég bauð frænkunni að setjast;  þá sagði hún " áttu hreint viskustykki?"

ég skildi ekki hvað hún ætlaðist með viskustykkið fyrr en hún setti það á stólsetuna.

"þegar maður er í bæjarferð það fer maður í sín skástu föt og ekki vill maður óhreinka þau að óþörfu"

hvað gat ég sagt.

það eru þó mörg ár síðan þetta var en mér finnst þetta alltaf jafn fyndið þegar ég rifja atburðinn upp.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Já Þorgerður mín, þetta sýnir að maður á aldrei of mikið af viskustykkjum (eða visku í stykkjum).

Frænka þín er greinilega hin þrifalegasta kona og mér finnst þú hafa sýnt aðdáunarverða kurteisi þarna......sumir hefðu kannski sagt eitthvað .....sumir sem eru ekki jafn dannaðir.

Anna Þóra Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband