Mikið vonleysi ríkir meðal kennara

Alvarleg staða er komin upp í kjaramálum kennara. Kennarar og Launanefnd sveitarfélaga hafa verið í viðræðum um endurskoðunarákvæði í kjarasamningi þeirra en þær hafa engu skilað þó að deilan sé nú hjá sáttasemjara.

Eiríkur Jónsson  formaður Kennarasambands Íslands telur að ástandið gæti orðið alvarlegt í skólunum í haust ef breytingar verða ekki á kjörum kennara. Margir kennarar séu að gefst upp og muni leita í önnur störf verði ekkert að gert. Hann vill fá viðbrögð frá stjórnvöldum og rifjar upp að ríkisstjórnin hafi stöðvað kennaraverkfallið 2004 með lögum. Hann segir stefnu launanefndar sveitarfélaga menntunarfjandsamlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Gat nú verið! Hversu oft, síðustu hálfa öldina eða svo, skyldi maður ekki hafa heyrt að núna sé komin upp alvarleg staða í kjaramálum kennara?

Hlynur Þór Magnússon, 7.2.2007 kl. 20:11

2 identicon

Hversvegna skyldi það vera? Skyldi það geta verið vegna þess að þetta er að mestu kvennastétt? Eitt má þó einnig benda á,  það er það að á undanförnum árum hafa grunnskólakennarna skipt jafn oft um forustu og aðrir skipta um sokka. Allri reynslu er hennt hvað eftir annað og alltaf byrja einhverjir blautir á bak við bæði eyru

Áslaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband