"Kennarar í Fellaskóla hafa fengið nóg"

Í dag tóku kennarar í Fellaskóla sig til og sendu á nokkra kennara í öllum skólum í Reykjavík eftirfarandi áskorun:

"Kennarar í Fellaskóla hafa fengið nóg. Tölurnar frá KOS um meðaldagvinnulaun hjá ríki og Reykjavíkurborg fylltu mælinn. Ætlum við að sitja þegjandi og láta segja okkur að við eigum engar bætur skilið vegna verðbólgu og verðlagsþróunar í landinu?

Í góðri grein í Fréttablaðinu 6. febrúar lýsir Inga Rósa Þórðardóttir kennari réttilega þeirri gremju sem kraumar á kennarastofunum. Tilefnið má öllum ljóst vera, grunnskólakennarar skrapa botninn þegar þeir bera saman laun viðmiðunarstéttanna. Látum ekki þessa gremju beinast inn á við heldur berum hana út til fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar. Gleymum því ekki að þeir bera ábyrgð í þessu máli.

Kennarar í Fellaskóla ætla að mæta í þögula mótmælastöðu á Lækjartorgi gegnt stjórnarráðinu, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15:00 til að sýna að bak við ályktun okkar varðandi grein 16.1 í kjarasamningnum stendur fólk sem er ekki tilbúið til að kyngja því að Launanefnd sveitarfélaga telji enga ástæðu til að lagfæra kjör kennara eins og gert hefur verið hjá fjöldamörgum öðrum starfsstéttum, svo ekki sé minnst á æðstu menn þjóðarinnar.

Við hvetjum alla kennara í Reykjavík til að slást í hópinn og sýna samstöðu.

Barátta okkar er tvíþætt

heiður kennara er í veði

framtíð skólastarfs í hinum íslenska grunnskóla er í verulegri hættu".

 

Ég legg til að allir þeir sem láta sig skólastarf í borginni varða mæti með kennurum á Lækjatorg gengt stjórnarráðinu þriðjudaginn 13. febrúar nk. kl 15:00 og lýsi þannig yfir áhyggjum sínum á þeim starfskjörum sem grunnskólakennurum er boðið upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir með Þorgerði. Látið gremjuna ekki beinast inn á við. Standið saman að baki forustunni og sýnið styrk. Ég stend með ykkur kennarar.

Kristín Á. Guðmundsdóttir, sjúkraliði (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband