Einu sinni voru tveir froskar.

Það styttist í kosningar.

Nýjar skoðanakannanir munu streyma til okkar á næstu mánuðum.

Hvaða tilgangi þjóna þessar skoðanakannanir?

Almenningur vill kannski nota þær til þess að spegla sig í þeim. Meta með sér hvort þeir séu í vinningsliðinu eða ekki.

Flestir njóta þess að vinna stórt, geta sagt að þeirra lið sé að vinna.

Það er líka hægt að nota þessar kannanir til þess að meta stöðuna, herða á, þjappa hópnum og taka höndum saman til að vekja þá til umhugsunar sem ekki er þegar búnir að gera upp hug sinn og koma af stað málefnalegri umræðu um stjórnmál.

Annars fer fyrir kjósendum eins og froskunum tveimur sem duttu ofan í rjómafötu fulla af rjóma.

Þeir fundu að þeir soguðust niður í rjómann eins og þeir væru í kviksyndi og gátu ekki neina björg sér veit.

Þá tók annar froskana þá ákvörðun að hætta að busla, það væri hvort sem er ekki til neins. En um leið sökk hann til botns og dó.

Hinn froskurinn var ekki allveg viss um að hann væri tilbúin að sleppa takinu á lífinu með þessum hætti, og hélt þess vegna áfram að sprikla eins og hann lifandi gat.

Hann var svo sem með það á hreinu að hann kæmist ekki upp úr fötunni en, hann var ekki tilbúin að hætta fyrr en á síðasta augnablikinu.

Nokkrum klukkustundum síðar gat hann gengið upp úr rjómafötunni, því að rjóminn var orðin að smjöri eftir allt þetta busl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband