Er KR bara fyrir stráka

Við erum við klípu hér á þessu heimili.

Yngri dóttir mín æfir sund með KR, en heldur með Ármanni. Hún æfir fimleika með Ármanni en heldur með Gerplu.

Talið barst að þessu þegar hún sagðist mjög gjarnan fá félagsgalla í fimleikum. Sem sagt Ármanns galla.

Pabbi hennar benti henni á að hún þyrfti líka KR galla. En svar hennar kom á óvart. "Nei, ég vil alls ekki KR galla ég held ekki með KR."

"En þú æfir sund með KR hélt pabbi hennar áfram, afi þinn yrði nú líka ánægður ef hann vissi að þú ætti orðið KR galla.

Sú stutta var fljót til svars: " Já en pabbi ég held ekki með KR og vil ekki vera KR-ingur. Ég æfi bara með þeim sund og vil halda því áfram því mér finnst gaman að synda."

Hvað gerir mann að félagsmanni í félagasamtökum eða íþróttafélagi?

Er það samkenndin sem skapast við það að vera með fólki sem hefur áhuga á því sama og maður sjálfur. Eða er það miklu flóknara fyrirbæri.

Hvað er það þá sem dóttir mín vill ekki? Hvers vegna tekur hún það ekki í mál að vera KR-ingur? Það þarf kannski að fylgja með að hún er bara 7. ára.

Kannski er það að hún lítur á KR-inga sem stráka/kalla það er ekki mikið um að stelpum sé hampað í KR. Heldur hún kannski að KR sé bara fyrir stráka?

Ég veit ekki hvað fyrir henni vakir en eins og staðan er í dag þá á tíminn einn eftir að leiða það í ljós hvort hún eignist KR-galla.

Hvað um það þá getur verið erfitt að vera lítill og hafa skoðanir á öllum hlutum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband