Hvers vegna eru hefðbundin kvennastörf ekki talin verðmætari þegar kemur að launum?

Á tyllidögum er kvennastörf mærð og taldar til undirstöðu samfélagsins. En þegar kemur að því að meta þau til launa er allt annað viðhorf. Hér er mikill tvískynjungur á fer,

Velferðarsamfélagið byggist upp á ódýrum störfum kvenna má þar nefna störf eins og kennsla, hjúkrun, og störf við félagsþjónustu svo fátt eitt er nefnt.

Þessi störf hafa ekki notið þess að vera metin sem störf sem hagsældin byggir á. Þessi störf teljast ekki til þeirra starfa sem skapa útflutningsverðmæti.

Til langs tíma hefur krafan verið "sömu laun fyrir sömu vinnu". Þessi fullyrðin er ekki lengur í gildi. Hún hefur ekki haft tilætluð áhrif.

Það vantar hugafarsbreytingu í íslenskt samfélag. Það þarf viðurkenningu á að hefðbundin kvennastörf séu jafngild undirstöðu greinum þjóðarbúsins, séu verðmæta skapandi. Verðmæta mati samfélagsins þarf að breyta þannig að störf sem konur hafa sinnt séu, metið til jafns við þau störf sem karlar hafa valið sem starfsvettvang

Hvers vegna velja stúlkur önnur störf en piltar?

Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur. Það lítur út fyrir að svo verði áfram ef marka má nýja könnun á framtíðarstarfsvali 15 ára unglinga.

Framtíð samfélagsins byggist upp á flóknu samspili ólíkra starfa, sem öll eru jafngild. Hins vegar erum ég ekki sammála því verðmætamatið sem nú er viðhaft og hvernig störf eru metin til launa. Hér hallar á störf kvenna og þau störf sem stúlkur velja sér sem starfsvettvang

Þessu hafa stúlkur verið að bregðast við með aukinni menntun, en menntun stúlkna hefur ekki skilað tilskyldum árangri, hærri launum.

Fyrirmyndir stúlknanna skiptir máli. Ekki bara í nánasta umhverfi heldur í því samfélagi sem við búum í. Þegar við hugsum til framtíðar, viljum við að börnin okkar fái að blómstara í þeim viðfangsefnum sem þau velja sér að starfa við.

Hvernig verður framtíðin

Það vakti athygli mín á dögunum að Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis. Talaði um að tími væri kominn á hugafarsbreytingu um verðmæta mat þeirra starfa sem konur hafa sinnt.

Bjarni er einn af þeim ungu mönnum sem hefur verið að ala upp sín börn í breyttu þjóðfélagi

Með nýjum fæðingarorlofslögum hefur aukin skylda verið lögð á unga menn að taka þátt í föðurhlutverkinu. Þeir láta sig meira varða uppeldi barnanna og eru farnir að sinna hlutverki sem konur sáu um fyrir aðeins örfáum árum.

Er hægt skilgreina stöðuna þannig að verðmætamatinu verði ekki breytt fyrr en karlmenn taki þessi störf að sér í auknu mæli?

Þurfum við að bíða eftir því að heil kynslóð vaxi upp áður en breyting verður á?

Ef spár ganga eftir þá mun launamun kynjanna verða útrýmt 2070 ef fram heldur sem horfir. Þolinmæði okkar er á þrotum, við ætlum ekki að bíða svo lengi.

Kennararstéttin er ein þeirra stétta sem líður fyrir þetta verðmæta mat. Launakjör kennara á Íslandi eru með þeim hætti að þeir hafa þurft að berjast fyrir hærrilaunum með neyðaraðgerðum. Lítið hefur miðað áfram og í raun má segja að grunnskólakennarar séu sífellt að dragast aftur, ekki bara í sögulegu samhengi heldur líka þegar samanburðarhópar eru skoðaðir. Getur það verið að vegna þess að grunnskólakennarar eru umþað bil 80% konur að þessi störf séu ekki verið metin til launa til jafns við ábyrgð og mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið.

Varð mér er ein saga sem ég heyrði hugstæð:

Kennari skrifaði í Morgunblaðið grein á dögunum, þar sem hún gerði alþjóð grein fyrir stöðunni sem hún væri í eftir margra ára farsælt starf sem kennari, hún væri alvarlega að íhuga að hverfa til annara starfa, þrátt fyrir að hún teldi störf sín mikilvæg þá væri henni ekki lengur stætt á að þiggja þau laun sem væru í boði. Eftir birtingu þessarar greinar hringdi í hana faðir barns sem hún kennir til að staðfesta það sem hafði komið fram í greininni. Þessi maður er einn þeirra sem reka stórfyrirtæki hér á landi. Kennarinn spurði hvort hann hefði starf fyrir sig í fyrirtækinu sem hann rekur. Honum vafðist tunga um tönn, en sagðist ekki geta gert syni sínum né annara manna börnum þann óleik að ráða hana í vinnu. Hann veit sem er  kennari "barnanna hans" er honum og framtíð barna hans ómetanlegur.  Hann sér verðmæti starfs hennar og taldi sig ekki geta staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að kennurum myndi fækka. Sá mannauður er óbætanlegur sem glatast ár hvert þegar kennara hverfa frá störfum vegna óánægju með laun sín.

Ef þessi maður og aðrir hans líkir sem stýra stærstu fyrirtækjum landsins kæmu skoðunum sínum á framfæri á opinberum vetvangi, og krefðust þess að þau störf sem konur sinna væru metin til launa til jafns við þá ábyrgð sem störf þeirra gegna, þá værum við einum skerfi framar.

Hér gildir samtaka máttur allra þjóðfélagsþegna. Allra sem telja sig ekki geta verið án þeirrar grunnstoða sem heðbundin kvennastörf fela í sér s.s  kennslu- hjúkrun- og uppeldisstörf.

Nýtt frumvarp til jafnréttislaga

Núverandi jafnréttislög duga ekki til, því fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hunsa ákvæði laganna um gerð jafnréttisáætlunar sem m.a. á að tryggja konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf.

En ekki bara að fyrirtæki hunsi þessa jafnréttislögin heldur og ekki síður er ekki búin að vinna að þjóðarsátt um hvað teljist til jafn verðmæt starf.

Það er því ánægjulegt að nýtt frumvarp til jafnréttislaga feli í sér bann við launaleynd og aukið vægi úrskurða kærunefndar jafnréttismála.

þar er einnig lagt til að Jafnréttisstofa geti krafið fyrirtæki og stofnanir um upplýsingar sem varða launakjör og lagt á þau dagsektir tregðist þau við.

Ef við raunverulega vilja útrýma launamun kynjanna, þurfum við að  kanna afstöðu stjórnmálaflokkanna til frumvarpsins eins og við erum að gera hér í dag, áður en við ákveðum hverjum við greiðum atkvæði okkar í vor. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband