Ályktanir frá grunnskólakennurum

2874Á undanförnum mánuðum hafa verið að streyma inn ályktanir frá grunnskólakennurum um allt land.

Í fyrstu var skorað á samningsaðila að uppfylla þann samning sem nú er í gildi, það var vonartón í ályktunum. Von um að aðilar kæmust að samkomulagi um til hvaða aðgerða grípa skyldi til vegna efnahags -og kjaraþróunar síðan samningurinn var undirritaður í nóvember 2004 til september 2006. Samningurinn hefur að geyma endurskoðunarákvæði sem einmitt gerir ráð fyrir þessum möguleika

Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að aðilar séu búnir að funda í 17 skipti frá því að þeir tóku tal saman 31. ágúst 2006 til dagsins í dag þá hafa aðilar ekki komist að samkomulagi um hvað skuli gera.

Þetta er áhyggjuefni okkar kennara og samfélagsins í heild. Skóli er ekki einkamál nemenda og kennara.

Skóli er stofnun sem flestir telja vera nauðsynlega fyrir lýðræðislegt samfélag, skólinn er hornsteinn þess samfélags sem við byggjum í dag. Menntun er mærð á tyllidögum og í umræðu um framfarir og þróun.

Það vakti áhuga minn þegar ég las í dag að erfitt er fyrir Landspítalann að bjóða iðjuþjálfum launahækkun. Þrír af fimm iðjuþjálfum geðdeildar við Hringbraut hafa sagt upp. Sviðstjóri geðsviðs segir óánægju með laun aðalástæðu manneklunnar. Hann hefur þó ekki ákveðið að loka deildinni en segir að haldi fram sem horfir verði verulega dregið úr þjónustunni í vor.

Ég óttast að ef sá stóri hópur kennara sem ég hef heyrt að sé að huga að uppsögn. Lætur verða að því, vegna þess að þeir eru hættir að trúa að launakjör þeirra muni batna á næstu árum. Glatist sá mannauður sem er til staðar inni í grunnskólum landsins og kennsla og þjónusta við nemendur framtíðar verði verri. Það er samfélagslegt mein sem hægt er að afstýra. Þetta er kjarni málsins, að þessu sinni eru kennara ekki baráttuglaðir, þeir eru daprir þreyttir og vonsviknir.

Það er mikilvægt í þessu samhengi að gera sér grein fyrir því að launagreiðendur sem neyddu samning upp á kennara eftir langt og strangt verkfall með lagasetningu. Virða þó ekki þann samning og nota ekki endurskoðunar ákvæðið sem tækifæri fyrir aðila að leiðrétta kjör kennara á samningstímanum. Það sést best á því að nú er langt liðið á febrúar og kennara báðu sveitafélöginn strax í desember 2005 að skoða hvort ekki væri ástæða til að leiðrétta laun kennara vegna efnahags- og kjaraþróunar nú er liðið rúmlega ár síðan og ekkert hefur gerst.

Nú er komið að ykkur landsmenn góðri:

"hvers virði er grunnskólinn fyrir íslenskt samfélag?"

"hvers virði er menntun fyrir börnin okkar?"

"hvers virði eru góðir kennara?"

Endurskoðum forgangsröð í íslensku samfélagi.


mbl.is Kennarar í Víkurskóla skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta kjör kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Þrjár grundvallarspurningar sem ég treysti að verði haldið á lofti.

Skora t.d. á þig Þorgerður að gera þitt í að fá Menntamálaráðherrann okkar til að svara hvað henni finnst um stöðuna!

Hreint ömurlegt að þessu sé alltaf hent í sveitarfélögin!!!! 

Ef ekki er þörf fyrir þjóðarsátt um grunnskólann, hvað þá?

Magnús Þór Jónsson, 23.2.2007 kl. 23:39

2 identicon

Ef þú lítur á skólan sem stofnun þá er það kannski ástæða þess að grunnskólar landsins eru lélegir. Þið verðið að komast út úr þessari stofnanna hugsun og fara sjá skóla sem tækifæri til að miðla þekkingu og reynslu til barna, byggja þau upp og undirbúa þau undir verkefni sem taka við þeim í lífinu.

Þið viljið hærri laun allt í lagi ég er tilbúinn að greiða góðum kennurum hærri laun en getur þú sagt mér hverjir eru góðir og hverjir ekki? Er ekki vandinn að þið vinnið í lokuðu kerfi?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 02:14

3 identicon

Sammála þér Vilhjálmur, það verður að vera svigrúm fyrir skólayfirvöld hvers skóla að geta haft eitthvert svigrúm til að geta greitt kennurum eftir hæfileikum þeirra en ekki öllu sömu launin.  Mér skilst að fyrir síðustu samninga hafi skólayfirvöld þó getað umbunað betri kennurum að einhverju leyti með svokölluðum ,,pottum"  sem og þeim sem voru að einhverju leyti að gera eitthvað umfram það sem beint taldist til kennslunnar.  Í síðustu samningum urðu kennarar að gefa eftir þessa potta og þar með lentu einmitt margir góðir kennarar í því að niðurstaða verkfallsins varð launalækkun fyrir þá. 

Egill Helgason (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 10:12

4 identicon

Sammála þér Vilhjálmur, það verður að vera svigrúm fyrir skólayfirvöld hvers skóla að geta haft eitthvert svigrúm til að geta greitt kennurum eftir hæfileikum þeirra en ekki öllu sömu launin.  Mér skilst að fyrir síðustu samninga hafi skólayfirvöld þó getað umbunað betri kennurum að einhverju leyti með svokölluðum ,,pottum"  sem og þeim sem voru að einhverju leyti að gera eitthvað umfram það sem beint taldist til kennslunnar.  Í síðustu samningum urðu kennarar að gefa eftir þessa potta og þar með lentu einmitt margir góðir kennarar í því að niðurstaða verkfallsins varð launalækkun fyrir þá. 

Egill Helgason (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 11:11

5 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Skóli er stofnun í þeim skilningi að hann lítur lögum og reglum frá Alþingi. Núna um þessar mundir er verið að vinna að nýjum grunnskólalögum í menntamálaráðuneytinu. Lögum sem eiga að endurspegla sýn samfélagsins á hlutverki grunnskólans.

Menntakerfið er í stöðugri þróun og fara kennarar þar í farabroddi í að þróa kerfið í þá átt að það þjóni hlutverki sínu sem best. Aðalmarkmið menntakerfisins hlýtur að vera að gefa öllum börnum kost á sem bestri grunnmenntun.

Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.

Kennara hafa sýnt það og sannað að þeim er annt um menntakerfið og þeir telja að þau störf sem eru unnin eigi að meta að verðleikum.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 24.2.2007 kl. 13:06

6 identicon

Þó skólar þurfi að lúta lögum og reglum frá Alþingi þá eru fleirri aðilar sem gera slíkt hið sama flest allur fyrirtækjarekstur, landbúnaður og margt fleirra. 

Það gott að kennarar séu að þróa kerfið en þið eruð að gera það inna lokaðs kerfis. Líttu á góða matvöruverslun hvað gerir hana góða? Þú munt eflaust svara því á annan hátt en ég. Ég er námsmaður og horfi því á hverja krónu og lít því á verð sem stóran þátt en aðrir velja gæði, sumir þjónustu og enn aðrir staðsetningu og þar eftir. Um leið og kerfið er opnað fara neytendur að gera kröfur sem skólar annað hvort kjósa að svara eða ekki og öll þróun verður hraðari og auðveldari, kennara hafa þá líka meira um þróunina að segja en þeir gera í dag. 

Þú vilt að störf þín verði metin að verðleikum og það vil ég líka enda þekki ég ekki mann eða konu sem vill ekki að störf sín séu metin að verðleikum. Til að meta störf kennara verður að opna kerfið, stéttir sem vinna innan lokaðra kerfa og eru með miðlæga kjarasamninga er erfitt að meta. Móðir mín er kennari og faðir minn líka og ég þekki þessa launaumræðu mjög vel ég er ekki segja að kennarar eigi ekki skilið hærri laun eins og sumir vilja túlka orð mín. Ég er að berjast  fyrir opnara kerfi sem mun einungins hjálpa kennurum en ótrúlegt en satt þá vilja bara margir kennara ekki opnara kerfi.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 15:17

7 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Það þurfa ekki allir að vera sammála, en umræðan um grunnskóla er af hinu góða.

Ég hef ekki túlkað orð þín á nokkurn hátt nema ef skildi upplifun mína á neikvæðni gagnvart á orðinu "stofnun". Stofnun þarf ekki að vera óumbreytanlega hún þróast og þroskast í takt við umræðuna og samfélagsgerð nútímans.

Þess vegna er ég að hvetja alla ekki bara kennara og nemendur til að hafa skoðun á hvað eigi að fara fram innan grunnskólans.

Hvað eiga börn að læra í grunnskólanum?

ER grunnskólinn eins og við þekkjum hann sé nauðsynlegur í lýðræðislegu samfélagi?

Er hann nauðsynlegur hluti af því samfélagi sem við höfum verið nokkuð sammála um að sé íslenskt?

Er jöfn tækifæri nemenda á góðri grunnmenntun nauðsynleg?  

Ber grunnskólinn ábyrgð á menntun allra barna landsins óháð efnahag og menntun foreldra?

Þú hefur verið að tjá þig um þína sýn, það er gott. En það er ekki þar með sagt að hún sé sú "rétta" eða sú eina.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 24.2.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband