Brúarskóli

Í dag var ég á menntaráðsfundi sem haldinn var í Brúarskóla. Björk Jónsdóttir skólastjóri Brúarskóla kynnti starfsemi skólans fyrir ráðinu

Brúarskóli er grunnskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 3.- 10. bekk:

a) með alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda.

b) sem eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu og/eða afbrota.

Nemendur skólans hafa allir verið áður í almennum grunnskólum þar sem reynt hefur verið til hins ýtrasta að mæta námsþörfum þeirra en ekki síður að efla félagsfærni og samskiptahæfni.

Markmið skólans er að gera nemendur hæfari til að stunda nám í almennum grunnskóla. Megináhersla er lögð á að veita nemendum kennslu út frá áhuga og getu hvers og eins og að styrkja og bæta félags- og samskiptahæfni. Kennt er í litlum námshópum. Brúarskóli er hugsaður sem tímabundið úrræði fyrir nemendur.

Eftir kynninguna varð mér hugsað til þessa fólks sem vinnur í skólanum og gildi sem þau vinna eftir. Mannúðarstefnan sem þau hafa að leiðarljósi er okkur öllum til eftirbreytni.

Leiðarljós Brúarskóla komu vel fram á þessum fundi

*Mannræktarstefna

*Allir hafa eitthvað gott í sér og eiga möguleika á að vera betri manneskjur.

*Allir bera virðingu fyrir umhverfinu, öðrum manneskjum og sjálfum sér.

*Öllum líður vel í Brúarskóla

Það er ósk mín að eftir þennan fund hafi augu fulltrúa menntaráðs opnast fyrir því hversu mikilvægt og nauðsynlegt starf unnið er í þessum skóla og hugað verði betur að starfsaðstöðu og starfskjörum þeirra sem þarna vinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband