Í kynfræðslutíma í kennó

Mér varð hugsað til núna þegar öll þessi umræða um klám og kynlíf hefur verið sem háværust. Þegar fyrir mörgum árum ég sat tima í kynfræðslu í kennó.

Ingibjörg kynfræðingur var að fræða okkur kennaranema um rannsókn sem hún hafði gert á því hvað konur töldu vera besta orðið yfir kynfæri kvenna.

Hún hafði komist að því að konur kusu ef þær réðu nafnavalinu að kalla kynfæri sín "skaut".

Þegar lengra líður á fyrirlesturinn þá sýndi Ingibjörg okkur kvennsmokk. Flestir sem voru í salnum höfðu aldrei séð þetta fyrirbæri og spruttu upp ýmsar umræður um kosti kvennsmokks.

Ekki leið á löngu áður en einn nemandi kallaði yfir allan hópinn: "Heitir þetta þá skautbúningur".

Hér sést með óyggjandi hætti að gömul orð geta fengið nýja merkingu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband