Skóli á nýrri öld

Árleg ráðstefna "Skóli á nýrri öld" sem menntasvið Reykjavíkur, Kennarafélag Reykjavíkur og Skólastjórafélag Reykjavíkur standa að, var haldinn í dag á Nordica hóteli. Þetta er í fimmta sinn sem þessir aðilar halda ráðstefnu undir þessu heiti.

Ekkert hefur verið  til sparað til að ráðstefnan "Skóli á nýrri öld" sé sem glæsilegust. Ráðstefnan hefur verið hluti af innleiðingu borgarinnar á skólastefnuni  "einstaklingsmiðað nám" og þannig hefur verið hægt að sameina hluta endurmenntun kennara og innleiðingu borgarinnar á einstaklingsmiðuðu námi.

Á undanförnum árum hafa kennara fylkst á ráðstefnuna til að heyra og sjá það sem nýjast er í skólaþróun í borginni og til að hitta koleka sína í kennarastétt.

Þegar talað er um skólaþróun og þær stórfeldu breytingar sem hafa orðið á skólum borgarinnar má ekki gleymast að það voru kennara sem unnu að þeirri þróun.

Ráðstefnan í ár var hin glæsilegasta, en það bar þó skugga á, margir kennara gátu hvorki né vildu mæta að þessu sinni vegna þess að þeir telja sig ekki geta talaðu um fagleg málefni og skóla til framtíðar fyrr en launakjör þeirra verða leiðrétt. Að þessum sökum var ráðstefnan ekki eins fjölmenn og vanalega það vantaði mikið upp á.

Þannig líður stórum hluta stéttarinnar um þessar mundir. Þrek kennara er skert, þeir upplifa vanmátt sinn gagnvart launagreiðandanum og þeir orka ekki lengur að vinna á betra skólastarfi og skólaþróun fyrr en þeir fái leiðréttingu á kjörum sínum. Þetta bitnar á starfgleði og starfsþreki.

Einn kennari sem kom að máli við mig fyrir helgi sagði: "Ef mér er óglatt þá langar mig ekki í mat, hversu girnilegur sem hann er".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Skil þetta mjög vel, en alltaf erfitt að blanda saman launakjörum og fagmennsku.

Hef sótt slíkar ráðstefnur, sem kennari og stjórnandi í Breiðholtsskóla og veit hversu mikið er lagt í þær.

Menntasvið Reykjavíkur er ekki alveg þeir sem á að berjast við.  Grasrótin á að halda áfram að tala, um leið og hún sýnir hversu frábært fólk vinnur í skólunum og hversu mikilvægt það er að laun fylgi hæfni.

Kveðjur að vestan!

Magnús Þór Jónsson, 22.2.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband