18.4.2008 | 21:17
hvar liggja mörkin
Dag einn þegar ég var búin að ganga frá öllu í eldhúsinu börnin voru sofandi í barnavagni og ég átti stund útaf fyrir mig fór ég út í búð til að kaupa eitthvað með kaffinu.
í búðinni hitti ég gamla frænku.
ég bauð henni í kaffi, vissi sem var að hún átti eftir að fara langa leið heim í strætó.
Um leið og hún steig inn um dyrnar varð henni á orði.
"það er eins gott að hafa ekki allt of fínt þegar maður er með fullt hús af börnum"
ég vissi ekki hvernig ég átti að svara þannig að ég þagði.
Ég bauð frænkunni að setjast; þá sagði hún " áttu hreint viskustykki?"
ég skildi ekki hvað hún ætlaðist með viskustykkið fyrr en hún setti það á stólsetuna.
"þegar maður er í bæjarferð það fer maður í sín skástu föt og ekki vill maður óhreinka þau að óþörfu"
hvað gat ég sagt.
það eru þó mörg ár síðan þetta var en mér finnst þetta alltaf jafn fyndið þegar ég rifja atburðinn upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 20:10
hvað er kvennlegt
mig langar til að deila eini lítilli sögu með ykkur
ég var stödd hjá tengdaforeldrum mínum á sunnudaginn.
þar var jafnframt systir tengdapabba, frænka rúmlega sjötug.
miklar og heitar umræður spunnust um álver:
við hjónin vorum og erum ekki sammála um hvort álver sé það sem
Íslendingar eigi að veðja á um þessar mundir
ekkert svo sem alvarlegt en þó ber mikið á milli hvað varðar hugmyndir
okkar hjóna.
allt í einu segir gamla frænkan við mig í móðurlegum tón:
"Þorgerður það þykir ekki viðeigandi að eiginkonur hafi aðra skoðun en
eiginmaðurinn og ef svo er þá ber henni að hafa hana fyrir sig."
það sló þögn á hópinn og tengdamamma gekk í málið og útskýrði það fyrir
frænkunni að þannig væri ekki staðan í dag.
þá sagði sú gamla
" þegar konur höfðu skoðanir sínar útaf fyrir sig eða tjáðu þær í
þröngum hópi, voru hjónabönd mun haldbetri."
þetta sagði mér ekki neitt um hjónaband mitt heldur miklu frekar það
sem margar konur og margir karlar hugsa þegar þeir sjá, eða heyra í
konum sem hafa sjálfstæðar skoðanir og rökstyðja þær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 23:05
Augnablikið
Fermingabarnið, þriðja í röðinni, var að sjálfsögðu í aðahlutverki. Hann var í sínum fyrstu jakkafötum, nýjum svörtum skóm, svartri skyrtu og með hvítt bindi.
Allir fjölskyldumeiðlimir voru myndaðir saman eða einir sér. Heimilishundurinn Blíða fór í sína fyrstu og sennilega síðustu myndatöku hjá atvinnuljósmyndara.
Ótrúlegt hvað börn eru orðin viljug til að láta taka af sér myndir. Tímarnir hafa breyst hvað þetta varðar. Sennilega hafa digital myndavélar breytt viðhorfum okkar til þessa miðils.
Það sem mér er hins vegar efst í huga eftir að ég smalaði öllum saman og festi augnablikið á filmu er,hversu rík ég er. Fjögur frábær efnileg börn, sjálfstæð örugg og heilbrigð. Það er ekki sjálfsagt. Fjölskyldan er það dýrmætasta sem maður á, nær fjölskyldan jafnt sem stórfjölskyldan.
Ég var í kennarasaumaklúbb um daginn. Ein okkar var að missa son sinn. Það er synd þegar ungir menn fara í blóma lífsins. Ungir menn sem eiga framtíðina fyrir sér. Ég vil vota henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 11:17
gott mál
Þorbjörg Helga lagði þessa tillögu vel inn á borgarstjórnarfundi í gær .
Iðn og starfsnám fyrir börn og unglinga verði eflt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 23:48
Jafnréttistillögu hafnað í einni stærstu kvennastétt landsins
Jafnréttistillögu hafnað í einni stærstu kvennastétt landsins þar sem leita átti leiða til að hvetja konur til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félagið:
3 þing Kennarasambands Íslands sem var haldið 2005; samþykkti jafnréttisstefnu með eftirfarandi markmið:
· Að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla innan sambandsins og leitast við að þátttaka og áhrif kvenna og karla séu sem jöfnust og jafn tillit sé tekið til sjónarmiða og þarfa óháð kyni.
Tilllaga stjórna FG
4 Aðalfundur FG telur að nauðsynlegt að stjórn FG hafi þetta markmið að leiðarljósi þegar leitað er að fólki til að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið. Leitað verið leiða til að hvetja konur til að gefa kost á sér í ábyrgðarstörf í þágu félagsins.
Eins og getur að skilja þurfa formenn stjórna oft að fylgja eftir tillögum til að útskýra tilgang þeirra og ástæður
Það vakti athygli mína að tillaga um jafnréttismál sem kom frá stjórn FG var ekki fylgt eftir af formanni FG(karl) ekki heldur af varaformanni FG (karl) heldur þurfu varamaður í stjórn FG(kona) og ritari FG (kona) að fylgja henni eftir með miklum látum.
Meðstjórnandi í FG (karl) fór og talaði geng eigin tillögu eins og hann sjálfur komst að orði, þegar hann steig í pontu og í þeirri sömu fer sagði hann að fundurinn hefði ekki hafnað konum heldur hafi fundinum verið uppálagt að hafna einni ákveðinni konu.
Í stuttu máli var tillögunni hafnað síðasta setninginn feld út.
Allt þetta er mjög merkilegt og hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum í það minnsta hjá kvennkynsfundarmönnum.
Bloggar | Breytt 16.3.2008 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 23:37
Konum fækkar í stjórn Félags grunnskólakennara
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2008 | 10:15
Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?
Konur - virkjum kraftinn - horfum fram á við -
Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?
Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00.
· Á fundinum flytja áhrifakonur í stéttarfélögum erindi.
· Dúkkulísurnar ásamt fleiri listakonum flytja tónlist.
· Ráðynjurnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ávarpa fundinn.
Mætum allar okkur til gagns og gamans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2007 | 18:08
89% aukning leiðbeinenda í grunnskólum borgarinnar.
Núna fyrst heyrist frá skólastjórnendum að ekki sé hægt að halda úti lögboðinni kennslu vegna manneklu.
Væri hægt að halda úti læknisþjónustu ef ekki fengjust læknar til starfa?
Hvað ef það væri sett í lög að allir sem teldust "veikir " ættu rétt á að leggjast inn á sjúkrahús, sjúkrahúsin ætti samkvæmt lögum að framkvæma fyrirfram ákveðnar margar aðgerðir á ári og þær væru jafnframt skilgreindar í nokkra flokka, bæklunaraðgerðir, hjartaaðgerðir o.s.fr.
Í lögum væri sagt til um þessa skyldu sjúkrahúsanna. "Með lögum skal land byggja".
Hvað gerðum við þá, ef ekki fengjust menntaðir læknar til starfa?
Væri bifvélavirkinn þá ráðinn á undanþágu til að gera við kransæðastíflu?
Grunnskólanum ber að taka alla nemendur á aldrinum 6-16 ára í skólanna og veita þeim lögboðna kennslu. Jafnframt eru lög um hvað eigi að kenna og hversu margar stundir á ári hver kennslugrein á að fá.
Því til viðbótar banna löginn að þeir sem ekki eru með tilskilinn réttindi megi ekki kenna.
Að sjálfsögðu er neyðarástand þegar þegar ekki fást menntaðir kennara til að sinna kennslu.
Þetta er það sem við höfum verið að segja síðan fyrir síðustu áramót.
Síðustu tveir kjarasamningar grunnskólakennara hafa verið samþykktir með svo naumum meirihluta að margir samsama sig ekki samningum.
Samningurinn 2001 var samþykktur með rétt rúmlega 56% meirihluta og samningurinn 2004 var nauðasamningur. Sem ber á að þeir sem samþykktu tvoru einungis að velja á milli tilboði LN og gerðardóms. 52% félagsmanna litu á tilboð LN skárri en gerðardóm.
Launanefndin fékk síðan tækifæri til að leiðrétta kjör kennara vegna efnahags- og kjaraþróunar vegna greinar 16.1, en notuðu ekki tækifærið eins og flestum er kunnugt. Sáttasemjari koma að þeim málum með eftirminnilegum hætti eftir að sveitafélöginn sáu fram á að samningarnefnd Launanefndar sveitafélaga ætlaði ekki að gera neitt til að leiðrétta kjör kennara. Sáttasemjari lagði fyrir samningsaðila KÍ og Launanefnd sveitafélaga tillögu sem gengið var að eftir að allar aðrar leiðir voru kannaðar og sýnt þótti að Launanefnd sveitafélaga hugðist ekki gera neitt.
Þá var ljóst að Launanefnd sveitafélaga gat með auðveldum hætti afstýrt þeirri stöðu sem nú er uppi, þeir hins vegar kusu að túlka þær athugasemdir og aðvaranir sem fram komu frá forustusveit kennara sem hótanir og innantóm orð.
Félag grunnskólakennara og Launanefnd sveitafélaga sömdu raunverulega ekki um niðurstöðu 16.1 heldur samþykktu tillögu frá sáttasemjara. Launaleiðréttingar sem lagðar voru til af sáttasemjara voru 3,75% gegn framlengingu samnings. Þær koma til framkvæmda nú 1. jan 2008 0,75% ofan á áður umsaminn 2,25% og 1. mars 3%
Allt þetta þarf að hafa í huga þegar manneklumál innan grunnskólans eru rædd.
Bloggar | Breytt 22.10.2007 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2007 | 17:37
kæru ættingjar og vinir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það kemur mér ekki á óvart að það skuli vera skiptar skoðanir hjá kennurum og foreldrum um gildi heimanáms.
Við tölum um þjálfum í lestir sem er nauðsynleg þegar börn eru að ná tökum á þeirri list.
Að sjálfsögðu þarf lestur að vera hluti af daglegu lífi alla daga ef við ætlum að nota lestur og skrift sem samskiptamáta samfélagsins.
Oft hefur borið á góma umræðan um heimanám í menntaráði RVÍK og þá aðallega í sambandi við lengdan skóladag. RVÍK býður nemendum í 2-4 bekk 5 tíma á viku til viðbótar lögbundinni kennslu.
Þetta var gert til að jafna stöðu foreldra sem gátu keypt svo kallaða heimavinnuaðstoð í sumum skólum borgarinnar.
Þannig var komið til móts við þá sem ekki höfðu ráð á því að borga fyrir heimavinnuaðstoð eða foreldra í þeim skólum þar sem ekki var boðið upp á heimavinnuaðstoð í skólanum
Gefnar voru út leiðbeinandi reglur um hvernig skyldi notast við þessa tíma en síðan var skólum gefið frjálsræði hvernig þeir væru nýtir.
Flestir skólar innlimuðu þessa tíma í stundaskrá nemenda og fjölguðu þannig kennslustundum.
Margir skólar hafa það að leiðarljósi að heimanám nem í 2-4 bekk verið því einungis heimalestur.
Nokkrir skólar hafa þetta að engu og heimanám er með óbreyttu sniði þrátt fyrir fjölgun kennslustunda.
Mjög fáir skólar hafa merkt þessa tíma sérstaklega á stundaskrá sem heimavinnutíma og er það í sjálfvaldi foreldra hvort nemendur séu í skólanum þessa tíma og vinna heimavinnu undir handleiðslu kennara eða hvort þeir fari heim og vinni vinnuna.
Fyrir menntaráði liggur fyrirspurn um hvernig þessir tímar hafi komið til framkvæmda og hvernig þeir hafa nýst nemendum. Hér er megin spurningin hvort þessir tímar hafi jafnað stöðu nemenda hvað varðar heimanám. þar sem það er þekkt að heimanám ýti undir mismunun.
Mér varð þessi fullyrðing ofarlega í huga þegar ég sat á fyrirlestir hjá formanni einstæðra foreldra þar sem hún sagði frá húsnæðishrakningu skjólstæðinga félagsins. þar sem margar fjölskyldur deildu húsnæði sem félagið leigði einstæðum foreldrum.
Þetta er saga allt of margra sem vakti mig til umhugsunar um stöðu barna í þjóðfélaginu og að skólinn á með öllum ráðum að draga úr mismunun.