15.10.2007 | 22:07
ný tækni
Í dag var ég með trúnaðarmannafund og af því tilefni ætla ég að segja ykkur sögu sem tengist trúnaðarmanni.
Um daginn var ég að segja eiginmanni mínum frá því að í trúnaðarmannahópnum mínum væri heyrnalaus trúnaðarmaður.
Ég var að segja honum hversu þakklát ég væri fyrir tækni framfarir því að nú ættum við ekki í erfiðleikum að tala saman í gengum tölvupóst.
Sonur minn snillingurinn sem alltaf er með svör á reiðum höndum verður ákaflega glaður fyrir mína hönd og hrópar upp yfir sig.
-mamma nú hefur þú nú aldeilis ástæður til að kaupa þér nýja myndsímann til að tala við trúnaðarmanninn í síma.
-hefur þú ekki tekið eftir því að hann er sérstaklega markaðsetur fyrir heyrnalausa.
jú ég hafði svo sem tekið eftir því en skildi ekki alveg hvernig ég ætti að nota símann til að tala við heyrnalausa.
ég spurði hann hvernig ég gæti talað við hana í gegnum símann ef ég kynni ekki táknmál.
Honum hafði svo sem ekki dottið neitt í hug með það. Það fylgdi nefnilega ekki auglýsingunni að sá sem notaði símann þyrfti að kunna táknmál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 17:54
Nýtt meirihlutasamstarf í borginni
Ég hef miklar væntingar til nýs meirihlutasamstarfs í borginni.
Ég hef líka miklar væntingar til þess að málefni grunnskólakennara verði ekki gleymd og sett á bið.
Vandi grunnskóla Reykjavíkur er mikill. Þreyta, leiði og mikið álag einkennir starf skólanna þessa dagana og algert vonleysi hefur gripið um sig á síðustu mánuðum.
Vonleysi sem lýsir sér í því að margir kennarar skila inn uppsagnarbréfum um þessar mundir.
Þeir trúa því ekki að vilji sé fyrir hendi að bæta kjör grunnskólakennara.
Þeir upplifa að stjórnvöld vilji ekki koma til móts við þá og skilji ekki óánægju þeirra.
Í starfskönnunum sem gerðar eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar annað hvert ár kemur fram mikil óánægja með laun og óeðlilegt álag. Þetta eru þættir sem ekki er hægt að laga innanhús með brosi og hrósi.
Mörg dæmi eru um að foreldrar lýsi yfir áhyggjum sínum af kjörum kennarar. Hvorki þeir né skólastjórar geta hins vegar kippt þessum í liðinn. Það er hlutverk stjórnvalda.
Þeir kennarar sem segja skilið við starfið eru búnir að missa alla von um að kjör þeirra verði leiðrétt.
Mjög langt er síðan jafnmargir reykvískir grunnskólakennarar hafa skilað inn uppsagnarbréfi eftir að skólastarf er hafið eins og nú í haust. Venjan hefur verið sú að kennara þrauka fram á vor og segja þá skilið við starf sitt. Ófremdarástand blasir við í grunnskólum borgarinnar vegna þessa.
Grunnskólakennara þyrstir í að frá þau skilaboð frá nýjum meirihluta að hann vilji koma til móts við þá. Notið tækifærið og hleypið nýju lífi í skólana.
Vonin er það sem við þurfum þessa dagana, von um að þeir sem hafa tekið við völdum vilji gera betur í að hlúa að skólastarfi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.10.2007 | 10:42
Lítil saga
Mér finnst gaman að segja sögur.
Þær þurfa helst að vera sannar.
Þær mega vera ýktar.
Við sátum við matarborðið í síðustu viku, fjölskyldan á Grettisgötu og vorum að spjalla.
Krökkunum finnst gaman þegar við segjum sögur af þeim þegar þau voru lítil, allir verða fá að heyra eitthvað um sig.
Ein saga sem ég segi af sjálfri mér finnst þeim ákaflega fyndin, það er líka svo gaman að heyra hjá þeim hvernig þau upplifa hana misjafnlega eftir því sem þau eldast.
Hún er svona:
Þegar ég kynntist pabba ykkar þá átti hann einn djúpan disk, einn grunnan disk, einn gaffal, einn hníf, eina skeið og einn litin pott til að sjóða súpu eða gera indíána pottrétt sem honum þótti svo góður.
Það fyrsta sem ég varð að gera þegar ég flutti inn var að kaupa til viðbótar, einn grunnan disk, einn djúpan disk, einn gaffal, einn hníf, eina skeið og einn pott.
Potturinn sem ég keypti var 25 lítra pottur sem enn er til og notaður af öllum sem þurfa að sjóða mikið. Allir í hverfinu vita af þessum potti og fá hann lánaðan fyrir stórveislur eða jól og áramót.
Þau spyrja alltaf "af hverju keyptir þú svona stóran pott".
Svarið er ég veit ekki, mér fannst það bara allra nauðsynlegasta sem ég gæti lagt til í búið.
Núna brá svo við að eldri dóttir okkar horfði á pabba sinn áhyggjufullu augnaráði og hafði á orði: aumingja þú pabbi, þegar mamma kom heim með pottinn þá hefur þú séð sæng þína útbreidda og vitað að þú ættir eftir að sitja uppi með mörg börn.
Þá svaraði pabbinn ekki bara mörg börn heldur líka nóg af mat.
Segið svo að maður skrifi ekki sína eigin framtíð sjálfur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 23:24
tíminn flýgur
hef ekki skrifað lengi.
ætla að bæta úr því núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 21:06
Brúarskóli
Í dag var ég á menntaráðsfundi sem haldinn var í Brúarskóla. Björk Jónsdóttir skólastjóri Brúarskóla kynnti starfsemi skólans fyrir ráðinu
Brúarskóli er grunnskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 3.- 10. bekk:
a) með alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda.
b) sem eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu og/eða afbrota.
Nemendur skólans hafa allir verið áður í almennum grunnskólum þar sem reynt hefur verið til hins ýtrasta að mæta námsþörfum þeirra en ekki síður að efla félagsfærni og samskiptahæfni.
Markmið skólans er að gera nemendur hæfari til að stunda nám í almennum grunnskóla. Megináhersla er lögð á að veita nemendum kennslu út frá áhuga og getu hvers og eins og að styrkja og bæta félags- og samskiptahæfni. Kennt er í litlum námshópum. Brúarskóli er hugsaður sem tímabundið úrræði fyrir nemendur.
Eftir kynninguna varð mér hugsað til þessa fólks sem vinnur í skólanum og gildi sem þau vinna eftir. Mannúðarstefnan sem þau hafa að leiðarljósi er okkur öllum til eftirbreytni.
Leiðarljós Brúarskóla komu vel fram á þessum fundi
*Mannræktarstefna
*Allir hafa eitthvað gott í sér og eiga möguleika á að vera betri manneskjur.
*Allir bera virðingu fyrir umhverfinu, öðrum manneskjum og sjálfum sér.
*Öllum líður vel í Brúarskóla
Það er ósk mín að eftir þennan fund hafi augu fulltrúa menntaráðs opnast fyrir því hversu mikilvægt og nauðsynlegt starf unnið er í þessum skóla og hugað verði betur að starfsaðstöðu og starfskjörum þeirra sem þarna vinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 20:24
Hvers vegna eru hefðbundin kvennastörf ekki talin verðmætari þegar kemur að launum?
Velferðarsamfélagið byggist upp á ódýrum störfum kvenna má þar nefna störf eins og kennsla, hjúkrun, og störf við félagsþjónustu svo fátt eitt er nefnt.
Þessi störf hafa ekki notið þess að vera metin sem störf sem hagsældin byggir á. Þessi störf teljast ekki til þeirra starfa sem skapa útflutningsverðmæti.
Til langs tíma hefur krafan verið "sömu laun fyrir sömu vinnu". Þessi fullyrðin er ekki lengur í gildi. Hún hefur ekki haft tilætluð áhrif.
Það vantar hugafarsbreytingu í íslenskt samfélag. Það þarf viðurkenningu á að hefðbundin kvennastörf séu jafngild undirstöðu greinum þjóðarbúsins, séu verðmæta skapandi. Verðmæta mati samfélagsins þarf að breyta þannig að störf sem konur hafa sinnt séu, metið til jafns við þau störf sem karlar hafa valið sem starfsvettvang
Hvers vegna velja stúlkur önnur störf en piltar?
Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur. Það lítur út fyrir að svo verði áfram ef marka má nýja könnun á framtíðarstarfsvali 15 ára unglinga.
Framtíð samfélagsins byggist upp á flóknu samspili ólíkra starfa, sem öll eru jafngild. Hins vegar erum ég ekki sammála því verðmætamatið sem nú er viðhaft og hvernig störf eru metin til launa. Hér hallar á störf kvenna og þau störf sem stúlkur velja sér sem starfsvettvang
Þessu hafa stúlkur verið að bregðast við með aukinni menntun, en menntun stúlkna hefur ekki skilað tilskyldum árangri, hærri launum.
Fyrirmyndir stúlknanna skiptir máli. Ekki bara í nánasta umhverfi heldur í því samfélagi sem við búum í. Þegar við hugsum til framtíðar, viljum við að börnin okkar fái að blómstara í þeim viðfangsefnum sem þau velja sér að starfa við.
Hvernig verður framtíðin
Það vakti athygli mín á dögunum að Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis. Talaði um að tími væri kominn á hugafarsbreytingu um verðmæta mat þeirra starfa sem konur hafa sinnt.
Bjarni er einn af þeim ungu mönnum sem hefur verið að ala upp sín börn í breyttu þjóðfélagi
Með nýjum fæðingarorlofslögum hefur aukin skylda verið lögð á unga menn að taka þátt í föðurhlutverkinu. Þeir láta sig meira varða uppeldi barnanna og eru farnir að sinna hlutverki sem konur sáu um fyrir aðeins örfáum árum.
Er hægt skilgreina stöðuna þannig að verðmætamatinu verði ekki breytt fyrr en karlmenn taki þessi störf að sér í auknu mæli?
Þurfum við að bíða eftir því að heil kynslóð vaxi upp áður en breyting verður á?
Ef spár ganga eftir þá mun launamun kynjanna verða útrýmt 2070 ef fram heldur sem horfir. Þolinmæði okkar er á þrotum, við ætlum ekki að bíða svo lengi.
Kennararstéttin er ein þeirra stétta sem líður fyrir þetta verðmæta mat. Launakjör kennara á Íslandi eru með þeim hætti að þeir hafa þurft að berjast fyrir hærrilaunum með neyðaraðgerðum. Lítið hefur miðað áfram og í raun má segja að grunnskólakennarar séu sífellt að dragast aftur, ekki bara í sögulegu samhengi heldur líka þegar samanburðarhópar eru skoðaðir. Getur það verið að vegna þess að grunnskólakennarar eru umþað bil 80% konur að þessi störf séu ekki verið metin til launa til jafns við ábyrgð og mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið.
Varð mér er ein saga sem ég heyrði hugstæð:
Kennari skrifaði í Morgunblaðið grein á dögunum, þar sem hún gerði alþjóð grein fyrir stöðunni sem hún væri í eftir margra ára farsælt starf sem kennari, hún væri alvarlega að íhuga að hverfa til annara starfa, þrátt fyrir að hún teldi störf sín mikilvæg þá væri henni ekki lengur stætt á að þiggja þau laun sem væru í boði. Eftir birtingu þessarar greinar hringdi í hana faðir barns sem hún kennir til að staðfesta það sem hafði komið fram í greininni. Þessi maður er einn þeirra sem reka stórfyrirtæki hér á landi. Kennarinn spurði hvort hann hefði starf fyrir sig í fyrirtækinu sem hann rekur. Honum vafðist tunga um tönn, en sagðist ekki geta gert syni sínum né annara manna börnum þann óleik að ráða hana í vinnu. Hann veit sem er kennari "barnanna hans" er honum og framtíð barna hans ómetanlegur. Hann sér verðmæti starfs hennar og taldi sig ekki geta staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að kennurum myndi fækka. Sá mannauður er óbætanlegur sem glatast ár hvert þegar kennara hverfa frá störfum vegna óánægju með laun sín.
Ef þessi maður og aðrir hans líkir sem stýra stærstu fyrirtækjum landsins kæmu skoðunum sínum á framfæri á opinberum vetvangi, og krefðust þess að þau störf sem konur sinna væru metin til launa til jafns við þá ábyrgð sem störf þeirra gegna, þá værum við einum skerfi framar.
Hér gildir samtaka máttur allra þjóðfélagsþegna. Allra sem telja sig ekki geta verið án þeirrar grunnstoða sem heðbundin kvennastörf fela í sér s.s kennslu- hjúkrun- og uppeldisstörf.
Nýtt frumvarp til jafnréttislaga
Núverandi jafnréttislög duga ekki til, því fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hunsa ákvæði laganna um gerð jafnréttisáætlunar sem m.a. á að tryggja konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf.
En ekki bara að fyrirtæki hunsi þessa jafnréttislögin heldur og ekki síður er ekki búin að vinna að þjóðarsátt um hvað teljist til jafn verðmæt starf.
Það er því ánægjulegt að nýtt frumvarp til jafnréttislaga feli í sér bann við launaleynd og aukið vægi úrskurða kærunefndar jafnréttismála.
þar er einnig lagt til að Jafnréttisstofa geti krafið fyrirtæki og stofnanir um upplýsingar sem varða launakjör og lagt á þau dagsektir tregðist þau við.
Ef við raunverulega vilja útrýma launamun kynjanna, þurfum við að kanna afstöðu stjórnmálaflokkanna til frumvarpsins eins og við erum að gera hér í dag, áður en við ákveðum hverjum við greiðum atkvæði okkar í vor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 23:10
Ályktanir frá grunnskólakennurum
Á undanförnum mánuðum hafa verið að streyma inn ályktanir frá grunnskólakennurum um allt land.
Í fyrstu var skorað á samningsaðila að uppfylla þann samning sem nú er í gildi, það var vonartón í ályktunum. Von um að aðilar kæmust að samkomulagi um til hvaða aðgerða grípa skyldi til vegna efnahags -og kjaraþróunar síðan samningurinn var undirritaður í nóvember 2004 til september 2006. Samningurinn hefur að geyma endurskoðunarákvæði sem einmitt gerir ráð fyrir þessum möguleika
Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að aðilar séu búnir að funda í 17 skipti frá því að þeir tóku tal saman 31. ágúst 2006 til dagsins í dag þá hafa aðilar ekki komist að samkomulagi um hvað skuli gera.
Þetta er áhyggjuefni okkar kennara og samfélagsins í heild. Skóli er ekki einkamál nemenda og kennara.
Skóli er stofnun sem flestir telja vera nauðsynlega fyrir lýðræðislegt samfélag, skólinn er hornsteinn þess samfélags sem við byggjum í dag. Menntun er mærð á tyllidögum og í umræðu um framfarir og þróun.
Það vakti áhuga minn þegar ég las í dag að erfitt er fyrir Landspítalann að bjóða iðjuþjálfum launahækkun. Þrír af fimm iðjuþjálfum geðdeildar við Hringbraut hafa sagt upp. Sviðstjóri geðsviðs segir óánægju með laun aðalástæðu manneklunnar. Hann hefur þó ekki ákveðið að loka deildinni en segir að haldi fram sem horfir verði verulega dregið úr þjónustunni í vor.
Ég óttast að ef sá stóri hópur kennara sem ég hef heyrt að sé að huga að uppsögn. Lætur verða að því, vegna þess að þeir eru hættir að trúa að launakjör þeirra muni batna á næstu árum. Glatist sá mannauður sem er til staðar inni í grunnskólum landsins og kennsla og þjónusta við nemendur framtíðar verði verri. Það er samfélagslegt mein sem hægt er að afstýra. Þetta er kjarni málsins, að þessu sinni eru kennara ekki baráttuglaðir, þeir eru daprir þreyttir og vonsviknir.
Það er mikilvægt í þessu samhengi að gera sér grein fyrir því að launagreiðendur sem neyddu samning upp á kennara eftir langt og strangt verkfall með lagasetningu. Virða þó ekki þann samning og nota ekki endurskoðunar ákvæðið sem tækifæri fyrir aðila að leiðrétta kjör kennara á samningstímanum. Það sést best á því að nú er langt liðið á febrúar og kennara báðu sveitafélöginn strax í desember 2005 að skoða hvort ekki væri ástæða til að leiðrétta laun kennara vegna efnahags- og kjaraþróunar nú er liðið rúmlega ár síðan og ekkert hefur gerst.
Nú er komið að ykkur landsmenn góðri:
"hvers virði er grunnskólinn fyrir íslenskt samfélag?"
"hvers virði er menntun fyrir börnin okkar?"
"hvers virði eru góðir kennara?"
Endurskoðum forgangsröð í íslensku samfélagi.
Kennarar í Víkurskóla skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta kjör kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.2.2007 | 23:42
Í kynfræðslutíma í kennó
Mér varð hugsað til núna þegar öll þessi umræða um klám og kynlíf hefur verið sem háværust. Þegar fyrir mörgum árum ég sat tima í kynfræðslu í kennó.
Ingibjörg kynfræðingur var að fræða okkur kennaranema um rannsókn sem hún hafði gert á því hvað konur töldu vera besta orðið yfir kynfæri kvenna.
Hún hafði komist að því að konur kusu ef þær réðu nafnavalinu að kalla kynfæri sín "skaut".
Þegar lengra líður á fyrirlesturinn þá sýndi Ingibjörg okkur kvennsmokk. Flestir sem voru í salnum höfðu aldrei séð þetta fyrirbæri og spruttu upp ýmsar umræður um kosti kvennsmokks.
Ekki leið á löngu áður en einn nemandi kallaði yfir allan hópinn: "Heitir þetta þá skautbúningur".
Hér sést með óyggjandi hætti að gömul orð geta fengið nýja merkingu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 21:28
Skóli á nýrri öld
Árleg ráðstefna "Skóli á nýrri öld" sem menntasvið Reykjavíkur, Kennarafélag Reykjavíkur og Skólastjórafélag Reykjavíkur standa að, var haldinn í dag á Nordica hóteli. Þetta er í fimmta sinn sem þessir aðilar halda ráðstefnu undir þessu heiti.
Ekkert hefur verið til sparað til að ráðstefnan "Skóli á nýrri öld" sé sem glæsilegust. Ráðstefnan hefur verið hluti af innleiðingu borgarinnar á skólastefnuni "einstaklingsmiðað nám" og þannig hefur verið hægt að sameina hluta endurmenntun kennara og innleiðingu borgarinnar á einstaklingsmiðuðu námi.
Á undanförnum árum hafa kennara fylkst á ráðstefnuna til að heyra og sjá það sem nýjast er í skólaþróun í borginni og til að hitta koleka sína í kennarastétt.
Þegar talað er um skólaþróun og þær stórfeldu breytingar sem hafa orðið á skólum borgarinnar má ekki gleymast að það voru kennara sem unnu að þeirri þróun.
Ráðstefnan í ár var hin glæsilegasta, en það bar þó skugga á, margir kennara gátu hvorki né vildu mæta að þessu sinni vegna þess að þeir telja sig ekki geta talaðu um fagleg málefni og skóla til framtíðar fyrr en launakjör þeirra verða leiðrétt. Að þessum sökum var ráðstefnan ekki eins fjölmenn og vanalega það vantaði mikið upp á.
Þannig líður stórum hluta stéttarinnar um þessar mundir. Þrek kennara er skert, þeir upplifa vanmátt sinn gagnvart launagreiðandanum og þeir orka ekki lengur að vinna á betra skólastarfi og skólaþróun fyrr en þeir fái leiðréttingu á kjörum sínum. Þetta bitnar á starfgleði og starfsþreki.
Einn kennari sem kom að máli við mig fyrir helgi sagði: "Ef mér er óglatt þá langar mig ekki í mat, hversu girnilegur sem hann er".
Bloggar | Breytt 22.2.2007 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2007 | 21:46
Sérstæður dagur
Í dag var yngri dóttir mín veik, ég ætlaði að vera með henni heima til að henni batnaði.
En þá gerðist það ómögulega hún rak tánna í vegg og hljóðaði ofsalega.
Það var ekki annað hægt en að bruna með hana upp á slysó, en þegar þangað var komið var þvílík og önnur eins röð. Fyrst biðum við eftir að læknir liti á hana, síðan biðum við eftir að komast að í röntgen, síðan biðum við eftir að fá að fara niður aftur á slysó. En þegar hér var komið sögu var dóttir mín svo svöng og þreytt á biðinni enda vorum við búnar að bíða frá kl 11:30 til kl 14:00 og áttum dágóða stund eftir í bið.
Þegar við síðan fengum að fara niður á slysó aftur þá tók við önnur bið eftir lækni. Þegar hann síðan koma loksins var kl orðin 15:00 og sú stutta orðin aðframkomin á svengd. Læknirinn úrskurðaði að hún væri farin úr lið á litlu tá og mætti ekki taka þátt í íþróttum í viku.
Búið var um tánna og við héldum heim eftir erfiðan dag á slysó.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)