hvað er kvennlegt

mig langar til að deila eini lítilli sögu með ykkur

ég var stödd hjá tengdaforeldrum mínum á sunnudaginn.
þar var jafnframt systir tengdapabba, frænka rúmlega sjötug.
miklar og heitar umræður spunnust um álver:
við hjónin vorum og erum ekki sammála um hvort álver sé það sem
Íslendingar eigi að veðja á um þessar mundir
ekkert svo sem alvarlegt en þó ber mikið á milli hvað varðar hugmyndir
okkar hjóna.

allt í einu segir gamla frænkan við mig í móðurlegum tón:
"Þorgerður það þykir ekki viðeigandi að eiginkonur hafi aðra skoðun en
eiginmaðurinn og ef svo er þá ber henni að hafa hana fyrir sig."
það sló þögn á hópinn og tengdamamma gekk í málið og útskýrði það fyrir
frænkunni að þannig væri ekki staðan í dag.
þá sagði sú gamla
" þegar konur höfðu skoðanir sínar útaf fyrir sig eða tjáðu þær í
þröngum hópi, voru hjónabönd mun haldbetri."
þetta sagði mér ekki neitt um hjónaband mitt heldur miklu frekar það
sem margar konur og margir karlar hugsa þegar þeir sjá,
eða heyra í
konum sem hafa sjálfstæðar skoðanir og rökstyðja þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband