20.3.2008 | 23:05
Augnablikið
Fermingabarnið, þriðja í röðinni, var að sjálfsögðu í aðahlutverki. Hann var í sínum fyrstu jakkafötum, nýjum svörtum skóm, svartri skyrtu og með hvítt bindi.
Allir fjölskyldumeiðlimir voru myndaðir saman eða einir sér. Heimilishundurinn Blíða fór í sína fyrstu og sennilega síðustu myndatöku hjá atvinnuljósmyndara.
Ótrúlegt hvað börn eru orðin viljug til að láta taka af sér myndir. Tímarnir hafa breyst hvað þetta varðar. Sennilega hafa digital myndavélar breytt viðhorfum okkar til þessa miðils.
Það sem mér er hins vegar efst í huga eftir að ég smalaði öllum saman og festi augnablikið á filmu er,hversu rík ég er. Fjögur frábær efnileg börn, sjálfstæð örugg og heilbrigð. Það er ekki sjálfsagt. Fjölskyldan er það dýrmætasta sem maður á, nær fjölskyldan jafnt sem stórfjölskyldan.
Ég var í kennarasaumaklúbb um daginn. Ein okkar var að missa son sinn. Það er synd þegar ungir menn fara í blóma lífsins. Ungir menn sem eiga framtíðina fyrir sér. Ég vil vota henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.