14.3.2008 | 23:37
Konum fækkar í stjórn Félags grunnskólakennara
Aðalfundur Félagsgrunnskóla kennara var haldinn á Grand hóteli daganna 13-14 mars 2008.
Kosin var stjórn félagsins næstu 3 árin og voru kosnir 2 karla og 2 konur.
Formaður FG Ólafur Loftson var endurkjörinn.
Því skipa stjórn grunnskólakennara nú 3 körlum og 2 konum.
Grunnskólakennara eru ein stærsta kvennastétt á landinu um 90% félagsmanna eru konur.
Athugasemdir
Þetta er sorgleg staðreynd sem við verðum að breyta. En konum fjölgar ekki í stjórn nema þær bjóði sig fram og hafi eitthvað fram að færa.
Rósa Harðardóttir, 15.3.2008 kl. 19:36
því miður var hæfum konum hafnað á fundinum.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 15.3.2008 kl. 23:49
Komdu sæl. hvað voru margar konur á fundinum ef ég má spyrja? Með beztu kveðju.
Bumba, 16.3.2008 kl. 00:12
um 90% grunnskólakennara eru konur. aðalfundur Félags grunnskólakennara er fulltrúaráðsfundur og sátu 110 fulltrúar fundinn.
rétt rúmlega helmingur þessa 110 fulltrúanna voru konur.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 16.3.2008 kl. 00:18
Ég vil nú líka benda á það að hæfum körlum var einnig hafnað, t.a.m. í samninganefnd.
Örn Arnarson, 18.3.2008 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.