7.2.2007 | 19:39
Mikið vonleysi ríkir meðal kennara
Alvarleg staða er komin upp í kjaramálum kennara. Kennarar og Launanefnd sveitarfélaga hafa verið í viðræðum um endurskoðunarákvæði í kjarasamningi þeirra en þær hafa engu skilað þó að deilan sé nú hjá sáttasemjara.
Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands telur að ástandið gæti orðið alvarlegt í skólunum í haust ef breytingar verða ekki á kjörum kennara. Margir kennarar séu að gefst upp og muni leita í önnur störf verði ekkert að gert. Hann vill fá viðbrögð frá stjórnvöldum og rifjar upp að ríkisstjórnin hafi stöðvað kennaraverkfallið 2004 með lögum. Hann segir stefnu launanefndar sveitarfélaga menntunarfjandsamlega.
Athugasemdir
Gat nú verið! Hversu oft, síðustu hálfa öldina eða svo, skyldi maður ekki hafa heyrt að núna sé komin upp alvarleg staða í kjaramálum kennara?
Hlynur Þór Magnússon, 7.2.2007 kl. 20:11
Hversvegna skyldi það vera? Skyldi það geta verið vegna þess að þetta er að mestu kvennastétt? Eitt má þó einnig benda á, það er það að á undanförnum árum hafa grunnskólakennarna skipt jafn oft um forustu og aðrir skipta um sokka. Allri reynslu er hennt hvað eftir annað og alltaf byrja einhverjir blautir á bak við bæði eyru
Áslaug Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.