Hagsmunaaðilar skólakerfisins

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir setur fram spurningu hér á blogginu "Hvað eiga börn að læra í skólum?" Það var einmitt megin þema fundarins sem haldinn var í upphafi þessa árs.

Starfshópur um endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkurborgar boðaði til samráðsfundar skólastjórnenda og annarra hagsmunaaðila fimmtudaginn 4. janúar en helsta hlutverk hópsins er að setja fram tillögur um markmið og áherslur til næstu ára í námi og starfi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og í fullorðinsfræðslu. Nær eitt hundrað manns sóttu fundinn

Hverjir eru svokallaðir hagsmunaaðilar? Foreldrar, kennarar, skólastjórnendur og stjórnmálamenn sátu þennan fund. Þeir eru sem sagt hasmunaaðilar. Það kom reyndar fram að nemendur sjálfir hefðu átt að sitja fundinn og ég veit til þess að það verður gert með öðrum leiðum að leita eftir sjónarmiðum þeirra

Á fundinum kom fram mikill áhugi á að taka þátt í þeirri umræðu sem þarf að vera um skólakerfið. Fólk vill fá að taka þátt í því að móta skólakerfið og koma sínum hugmyndum á framfæri. Þrátt fyrir að skólakerfið sé íhaldsamt í eðli sín, þá er ekki þar með sagt að það sé ekki í stöðugri endurskoðun og endurmati.

 

Ég er sammála Guðfríði Lilju og Jóhanni Björnsyni að spurningin "Hvað eiga börn að læra í skóla" á stöðugt að vera  í endurskoðun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband