89% aukning leiðbeinenda í grunnskólum borgarinnar.

Núna fyrst heyrist frá skólastjórnendum að ekki sé hægt að halda úti lögboðinni kennslu vegna manneklu.

Væri hægt að halda úti læknisþjónustu ef ekki fengjust læknar til starfa?

Hvað ef það væri sett í lög að allir sem teldust "veikir " ættu rétt á að leggjast inn á sjúkrahús, sjúkrahúsin ætti samkvæmt lögum að framkvæma fyrirfram ákveðnar margar aðgerðir á ári og þær væru jafnframt skilgreindar í nokkra flokka, bæklunaraðgerðir, hjartaaðgerðir o.s.fr.

Í lögum væri sagt til um þessa skyldu sjúkrahúsanna. "Með lögum skal land byggja".

Hvað gerðum við þá, ef ekki fengjust menntaðir læknar til starfa?

Væri bifvélavirkinn þá ráðinn á undanþágu til að gera við kransæðastíflu?

Grunnskólanum ber að taka alla nemendur á aldrinum 6-16 ára í skólanna og veita þeim lögboðna kennslu. Jafnframt eru lög um hvað eigi að kenna og hversu margar stundir á ári hver kennslugrein á að fá.

Því til viðbótar banna löginn að þeir sem ekki eru með tilskilinn réttindi megi ekki kenna.

Að sjálfsögðu er neyðarástand þegar þegar ekki fást menntaðir kennara til að sinna kennslu.

Þetta er það sem við höfum verið að segja síðan fyrir síðustu áramót.

Síðustu tveir kjarasamningar grunnskólakennara hafa verið samþykktir með svo naumum meirihluta að margir samsama sig ekki samningum.

Samningurinn 2001 var samþykktur með rétt rúmlega 56% meirihluta og samningurinn 2004 var nauðasamningur. Sem  ber á að þeir sem samþykktu tvoru einungis að velja á milli tilboði LN og gerðardóms. 52% félagsmanna litu á tilboð LN skárri en gerðardóm.

Launanefndin fékk síðan tækifæri til að leiðrétta kjör kennara vegna efnahags- og kjaraþróunar vegna greinar 16.1, en notuðu ekki tækifærið eins og flestum er kunnugt. Sáttasemjari koma að þeim málum með eftirminnilegum hætti eftir að sveitafélöginn sáu fram á að samningarnefnd Launanefndar sveitafélaga ætlaði ekki að gera neitt til að leiðrétta kjör kennara. Sáttasemjari lagði fyrir samningsaðila KÍ og Launanefnd sveitafélaga  tillögu sem gengið var að eftir að allar aðrar leiðir voru kannaðar og sýnt þótti að Launanefnd sveitafélaga  hugðist ekki gera neitt.

Þá var ljóst að Launanefnd sveitafélaga  gat með auðveldum hætti afstýrt þeirri stöðu sem nú er uppi, þeir hins vegar kusu að túlka þær athugasemdir og aðvaranir sem fram komu frá forustusveit kennara sem hótanir og innantóm orð.

Félag grunnskólakennara og Launanefnd sveitafélaga sömdu raunverulega ekki um niðurstöðu 16.1 heldur samþykktu tillögu frá sáttasemjara. Launaleiðréttingar sem lagðar voru til af sáttasemjara voru 3,75% gegn framlengingu samnings. Þær koma til framkvæmda nú 1. jan 2008 0,75% ofan á áður umsaminn 2,25% og 1. mars 3%

Allt þetta þarf að hafa í huga þegar manneklumál innan grunnskólans eru rædd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef til vill það skelfilegasta er að ég á svipaða grein skrifaða fyrir 25 árum! Von mín er sú Þorgerður að Reykjavík ríði á vaðið og brjóti samstöðu sveitarfélaganna innan LN. Sömu mánaðargreiðslur og til lögreglustéttarinnar (30 þús) fram að gerðum samningi eru þrjú saltkorn í grautinn. Góða ferð til Dags.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hvað er gert þegar vantar kennara? Fundinn einstaklingur sem hefur verið góður nemandi og settur í djobbið.

Hvað er gert þegar vantar lækna? Ég hef alltaf verið góður sjúklingur. Bíð spenntur við símann. Læknaleiðbeinandi hlýtur að vera á hærri launum en grunnskólakennari.

Sigurður Haukur Gíslason, 23.10.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já sammála þér Gísli og auðvitað á Reykjavík á ríða á vaðið.  Þetta er ekki bjóðandi öllu lengur. Og ástandið á eftir að versna því um áramót taka gilda uppsagnir fjölmargar kennara og þá verður ekki einu sinni hægt að ráða þá sem eru með góða menntun eða eins og Sigurður Haukur segir hafa einhvern tíman verið góður nemandi, sem út af fyrir sig bara fyndið. 

Rósa Harðardóttir, 23.10.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband